ENSK2TM05

ENSK2TM05     Menning, tjáning og skapandi skrif

Undanfari: ENSK2LM05 eða sambærilegur áfangi

Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur vinna áfram að því að kynnast hinum margbreytilegu menningarheimum landa þar sem enska er móðurmál með því að nemendur afli sér þekkingar um venjur og siði þessara landa. Í tengslum við það verður unnið með hin ýmsu bókmenntaverk, kvikmyndir, heimildamyndir o.fl. sem túlkað verður út frá menningarlegu samhengi. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að stærri ritunarverkefnum og viðameiri verkefnum svo sem kynningum á þematengdu efni sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni og af neti. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi. Að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið.