ÍSLE2SG05

ÍSLE2SG05     Bókmenntir, setningafræði og goðafræði

Fyrir nemendur sem hafa fengið einkunnina B í grunnskóla

Í áfanganum eru grundvallaratriði setningafræði kennd og fjallað um ýmislegt sem tengist málnotkun.Unnið með hugtök bókmenntafræðinnar, hugtök í bragfræði eru kynnt og nemendur læra að beita þeim. Nemendur lesa nútímabókmenntir, Íslendingaþætti og annað það sem stuðlar að aukinni lestrarfærni og túlkun. Þá verður unnið með norræna goðafræði. Nemendur styrkja eigin málfærni með því að flytja ræður, endursagnir og kynningar ýmsar. Nemendur eru þjálfaðir í ritun og skrifa eina heimildarritgerð.