Námskeið

Námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands

Ferðamannaspænska

Farið verður í grunnatriði spænskunnar: örlítið um framburð, helstu atriði málfræðinnar og orðaforði sem dugar til einfaldra samskipta á ferðalögum. Ekki verður stuðst við ákveðna námsbók. Nemendum verður hjálpað til að nýta sér netið til áframhaldandi sjálfsnáms. Námið fer fram í  húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands.

Kennt verður á fimmtudögum frá 14. febrúar – 14. mars, frá kl. 20:00 – 22:00. Verð kr. 10.000.

Matreiðslunámskeið fyrir karla

Grunnnámskeið fyrir karla á öllum aldri. Byrjendur jafnt sem lengra komna sem vilja læra að elda góðan, einfaldan mat. Matreiddir verða heimilisréttir. Við námskeiðslok er kallinn klár í eldhúsið heima en mundu að æfingin skapar meistarann!

Kennt verður á þriðjudögum frá 5. febrúar – 26. mars frá kl. 17:00 – 20:00. Verð kr. 20.000. Hverju skipti lýkur með kvöldmáltíð.

Fatasaumur

Nemendur koma með saumavél , snið, sníðapappír, tvinna og efni  til að sauma úr. Hægt er að fá hjálp við að velja efni t.d. í Krummakaup eða öðrum vefnaðarvöruverslunum. Á námskeiðinu taka nemendur mál og snið, sníða og sauma flík. Létt námskeið sem er hugsað sem skemmtun. Saumaðar verða flíkur eins og leggings, þunnar mussur, vending, Hver nemandi saumar það sem hann vill með hjálp leiðbeinanda.   

Kennt verður eftirtalda fimmtudaga frá kl. 17:00 – 20:00; 21. og 28. feb, 7. og 14. mars. Verð kr. 12.000.

Trésmíði

Fyrirhugað er að byrja í apríl. Nánari upplýsingar koma síðar.

Rafmagnsfræði heimilanna

Farið verður í hvernig við notum rafmagn heima hjá okkur. Hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka eru kynnt og hvernig þau vinna og hvað hvert tæki eyðir miklu og hver kostnaður er við það að nota einstök tæki. Við lærum að setja klær á tæki. Til hvers lekaliði er í húsum. Öryggismál rafmagns. Nota einfalda rafmagnsmæla til þess að þið getið mælt einfaldar bilanir.
Við kennum líka hvernig við athugum hvort hleðslan í bílnum er biluð, hvort pera sem lifir ekki er biluð eða hvort það vantar rafmagn á hana. Hvað ber að varast ef við erum að ,,fikta“ í rafmagni bíla t.d. að ræsa annan bíl eða fá rafmagn frá öðrum bíl.

Kennt verður á mánudögum frá 8. apríl – 6. maí kl. kl. 18:00 – 20:00. Verð kr. 10.000.