Bók sem allir myndu lesa

Í dag kemur út ljóðabókin Bók sem allir myndu lesa. Hér er á ferðinni bók sem inniheldur ljóð eftir 10 austfirsk ungskáld. Flest eru þau byrjendur á listabrautinni og senda nú frá sér ljóð í fyrsta sinn. Tveir nemendur VA, þær Marta Guðlaug og Ragneiður Ósk eiga ljóð í bókinni og einn fyrrverandi nemandi, Arnar Snær.

Bók þessi er afrakstur verkefnis á vegum Félags ljóðaunnenda á Austurlandi. Ungum skáldum gafst tækifæri til að senda ljóð inn í nokkurs konar keppni og svo voru nokkur skáld valin. Þessi skáld hittust svo með kennara og fengu í framhaldinu leiðsögn til að vinna að ljóðum sínum. Ritnefnd fjögurra félaga undirbjó útgáfuna sem efnt er til á tuttugu ára afmæli Ljóðafélagsins.

Í dag verður útgáfuteiti kl. 17:00 í Bókakaffi að Hlöðum í Fellabæ. Ungskáldin munu lesa úr bókinni.