Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember.

Í VA var að sjálfsögðu haldið upp á þennan merka dag í morgun. Kór listaakademíunnar söng nokkur íslensk lög við undirleik Þórðar Sigurðarsonar. Ingibjörg íslenskukennari sagði frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og hljómsveit skipuð nemendum, þeim Írenu, Óskari, Sigurlaugu og Signýju Sif, flutti lag við texta Davíðs, Konan með sjalið