Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi

Óskar, Kristín, Marta og Bragi
Óskar, Kristín, Marta og Bragi

Síðastliðinn laugardag fór fram Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi, en hún var haldin í Hofi á Akureyri. Vinningshafi kvöldsins kom frá VMA og heitir Elísa Ýrr, í öðru sæti varð Jón Tumi úr MA og í þriðja sæti varð Elvar Baldvinsson frá Framhaldsskólanum á Laugum.
Tvö atriði kepptu fyrir hönd VA og stóðu keppendur sig frábærlega og skiluðu atriðum sínum mjög vel. Skólinn er afar stoltur af keppendum sínum þeim: Kristínu Joy, Mörtu, Óskari og Braga og óskar þeim innilega til hamingju með frammistöðuna. Einnig var gaman að sjá hve duglegir aðrir nemendur skólans voru að hvetja keppendurna til dáða.