Lýðræðisvika í VA

Nú stendur yfir lýðræðisvika í Verkmenntaskóla Austurlands. Í dag hófst formleg dagskrá með fræðslu um lýðræði, kosningar og skuggakosningar. Einnig undirbjuggu nemendur framboðsfund sem haldinn verður á morgun en þá koma fulltrúar flokkanna í Norðausturkjördæmi, halda stuttar framboðsræður og svara síðan spurningum nemenda skólans. Rúsínan í pylsuendanum verða hinar fyrrnefndu skuggakosningar á fimmtudag þar sem allir nemendur skólans fá tækifæri á því að kjósa frá 10:00 – 16:00. Niðurstöður kosninganna birtast ásamt öðrum skuggakosningum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi.

Markmið Skuggakosninga og lýðræðisviku eru að efla lýðræðisvitund framhaldsskólanemenda og hvetja fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun.