Nemendur í rafiðngreinum fá gefins spjaldtölvur

Allir nemendur í rafiðngreinum í VA fengu nú í vikunni gefins spjaldtölvur frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði. Í haust munu allir nemar í rafiðngreinum á landinu hljóta slíka gjöf. Mikið úrval er af kennsluefni á rafrænu formi fyrir nemendur í rafiðngreinum (sjá rafbók.is)  og er tilgangur gjafarinnar að tryggja að nemendur geti nýtt sér efnið. Þannig vilja gefendur stuðla að betri námsárangri og fjölgun nemenda í þessum greinum en á Íslandi er mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum.

Hér má lesa nánar um þetta framtak.