Framhaldsskólabraut

Framhaldsskólabraut 1

Brautin tekur 1 ár og að því ári loknu eiga nemendur að vera færir um að hefja nám á einhverri af brautum skólans. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim nemendum sem fallið hafa í einum til tveimur áföngum í grunnskóla.

Áherslan er á að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í framhaldsskóla. Nemendur fá stuðning við heimanám ásamt því að fá náms- og starfsfræðslu. Framhaldsskólabraut 1 er einstaklingsmiðuð að þörfum og styrkleika hvers og eins nemanda.

Framhaldsskólabraut 2

Brautin tekur 2 ár og inniheldur 60 til 70 einingar eða 15-17 einingar á önn. Henni líkur með útskrift og svokölluðu framhaldsskólaprófi.

Framhaldsskólabraut 2 er ætluð þeim nemendum sem að ekki standast námsleg skilyrði inná aðrar brautir, hafa fallið í tveimur eða fleiri áföngum í grunnskóla eða verið með sérnámsefni. Þeir fá mikinn stuðning og utanumhald.

Meginmarkmið með námi á Framhaldsskólabraut er að nemendur

  • Tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð í námi með góðri námstækni
  • Styrki kunnáttu sína í almennum fögum
  • Læri að taka ábyrgð á sjálfum sér í námi og daglegu lífi
  • Styrki sjálfsmynd sína
  • Kynnist styrkleikum sínum og veikleikum
  • Kynnist þeim námsleiðum sem í boði eru
  • Kynnist vinnumarkaðnum
  • Nái að ljúka skilgreindu námi
  • Setji sér markmið fyrir framhaldið

Nemendur munu fá mikið utanumhald og einstaklingsmiðaða þjónustu en í staðinn verða þeir og forráðamenn þeirra að skrifa undir samning þess efnis að ástundun og mæting verði til fyrirmyndar. Ætlast er til þess að forráðamenn fylgist vel með og veiti stuðning.