Framhaldsskólabraut 1

Brautin tekur 1 ár og að því ári loknu eiga nemendur að vera færir um að hefja nám á einhverri af brautum skólans. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim nemendum sem fallið hafa í einum til tveimur áföngum í grunnskóla.

Áherslan er á að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í framhaldsskóla. Nemendur fá stuðning við heimanám ásamt því að fá náms- og starfsfræðslu. Framhaldsskólabraut 1 er einstaklingsmiðuð að þörfum og styrkleika hvers og eins nemanda.