Heimildaskráning - Alfræðirit og orðabækur á netinu

Greinar í alfræðibókum og færslur í orðabókum eru oft án höfunda. Ef svo er, skal nota titil greinar í tilvísunum (styttan, ef um langan titil er að ræða). Ef netútgáfan er rafræn útgáfa prentaðrar heimildar, þá skal skrá útgáfunúmer á eftir titli.

Heimildaskráning: Höfundur. (ártal). Titill. (útgáfa). Sótt dagsetning af www.xxxxxxx

Tilvísun: (Höfundur, ártal)

Heimildaskráning: Faubion, J. (2019). Encyclopedia Britannica. Sótt 11. apríl 2019 af https://www.britannica.com/biography/Michel-Foucault

Tilvísun: (Faubion, J., 2019)

Heimildaskráning: Grútur. (e.d.) Snara - íslensk orðabók. Sótt 12. desember 2018 af https://snara.is/

Tilvísun: (Grútur, e.d.)