Heimildaskráning - Fréttamiðlar á netinu

Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill greinar. Fjölmiðill. Sótt dagsetning af www.xx

Tilvísun: (Anna Sigríður Einarsdóttir, 2009)

Heimildaskrá: Anna Sigríður Einarsdóttir. (2009, 11. mars). Leikskólar leita allra sparnaðarleiða. Mbl.is. Sótt  23. mars 2019 af http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/03/11/leikskolar_leita_allra_sparnadarleida/

Höfundar ekki getið: Ef höfundur kemur ekki fram fer titill greinar í höfundarsæti.

Heimildaskráning: Titill. (ártal, dagur, mánuður). Fjölmiðill. Sótt af www.xx

Tilvísun: (Titill, ártal)

Heimildaskráning: Saka Kim Kardashian um að herma eftir Naomi Campell. (13 mars 2019). Dv.is. Sótt 14. mars 2019 af: https://bleikt.dv.is/bleikt/2019/03/13/saka-kim-kardashian-um-ad-herma-eftir-naomi-campbell-sonnunargognin-eru-rosaleg/

Tilvísun: (Saka Kim Kardhashian..., 2019)

Tímarit.is 

Greinar á timarit.is eru ýmist úr tímaritum eða dagblöðum. Fylgið því reglum um skráningu tímarita eða skráningu dagblaða (sjá hér á undan) og nauðsynlegt að láta slóðina fylgja líkt og með öðrum netheimildum.  Athugið þó að prófa hvort slóðir í URL-glugganum á timarit.is vísi á rétt tímarit, árgang, tölublað og blaðsíðutal.

Heimildaskráning: Kári S. Friðriksson. (2008). Bankarnir í kröppum sjó. Vísbending, 26 (23), 1-4. Sótt 8. ágúst 2014 af http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5189995

Tilvísun: (Kári S. Friðriksson, 2008)