Heimildaskráning - Tímarit og dagblöð

Tímarit

Heimildaskráning fræðilegs tímarits inniheldur nafn höfundar, ártal, titil greinar, titil tímarits (skáletrað), árgang og tölublað (árgangsnúmer skáletrað) og blaðsíðutal sem greinin spannar. Sömu reglur gilda um heimildaskráningu tímarita og bóka þegar kemur að fjölda höfunda. 

Heimildaskráning: Höfundur/-ar. (Ártal). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), blaðsíðubil.

Tilvísun: (Höfundur/-ar, ártal)

Heimildaskráning: Þór Whitehead. (1991). Leiðin frá hlutleysi. Saga, 29(1), bls. 63-121. 

Tilvísun: (Þór Whitehead, 1991)

Dagblöð

Grein þar sem höfundur er tilgreindur

Heimildaskrá : Höfundarnafn / -nöfn. (Ártal, dagur. mánuður). Titill greinar. Titill dagblaðs, blaðsíðutal. 

Tilvísun:  (Fornafn Eftirnafn, ártal)

Heimildaskráning: Ólafur Bernódusson. (1986, 23. júlí). Eldur í Arnari HU í skipasmíðastöðinni í Hull. Morgunblaðið, bls. 2

Tilvísun: (Ólafur Bernódusson, 1986)

Dagblaðsgrein án höfundar

Heimildaskrá: Titill greinar. (Ártal, dagur. mánuður). Titill dagblaðs, blaðsíðutal. 

Tilvísun (grein án höfundar): (Titill greinar, ártal). 

Heimildaskrá: Fíkniefnamálið í Kaupmannahöfn. (1979, 8. mars). Vísir, bls. 1

Tilvísun: („Fíkniefnamálið“, 1979)

Ef titill greinar er langur má stytta hann í tilvísun niður í fyrstu 3-4 orði í titli greinar og hann skal vera í gæsalöppum.