JARÐ2VH05

JARÐ2VH05     Veður – og haffræði

Undanfari: JARÐ1AJ05 eða sambærilegur áfangi

Áfanginn fjallar um grundvallarþætti í samsetningu og eðlisfræði lofthjúpsins. Áhrif sólargeislunar á lofthjúpinn og misjafna hitadreifingu jarðar. Veðrakerfin og þrýstingsbreytingar í lofthjúpi jarðar. Tengsl veðurfars og gróðurbelta og áhrif verðurfarsbreytinga á lífríki jarðar. Sérstaklega verður fjallað um veðurfar og veðráttu á Íslandi. Þá verður í áfanganum tekin fyrir fræði hafsins þar sem hafið er skoðað m.t.t. seltu, strauma, hafsbotns, sjávarhita, hafíss og helstu lífsskilyrða sjávar.