Myndaskrá

Svipaðar reglur gilda um skráningu mynda í myndaskrá og heimilda í heimildaskrá. Myndaskrá skal koma á eftir heimildaskrá aftast í verkefnum. Myndunum skal raða í myndaskrá í sömu röð og þær koma fyrir í verkefni eftir blaðsíðutali. Höfundur ljósmynda er ekki alltaf getið ef myndir eru teknar úr öðrum verkum eða af neti. Þá fer vefsíða eða verk í höfundasæti. Titill myndar er sá sami og er í myndtexta verkefnisins. Taka skal fram hvenær og hvaðan myndin er sótt ef um mynd af netinu er að ræða. 

Myndaskráning : Höfundur. (Ártal). Titill myndar. Titill verks/vef sem myndin tilheyrir [tegund myndefnis]. Sótt 23. ágúst 2014 af http://www.xxx.xx  (ef um vefsíðu er að ræða)

Dæmi úr tímariti: Konráð Gíslason. (1987). Herðubreið. Áfangar, 8 (3), [Ljósmynd]. bls. 12

Dæmi af neti: Vefsíða Ríkisútvarpsins. (2019). Madonna. [Stafræn ljósmynd]. bls. 34. Sótt 14. maí 2019 af https://www.ruv.is/frett/enn-ovist-hvort-madonna-komi-fram-i-tel-aviv

Dæmi úr einkaeign: Jónína Benediktsdóttir. (1984). Skrúður. [Ljósmynd]. bls. 35