Sjúkraliðabraut

Sjúkraliðabraut

Sjúkraliðanám er 206 feininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfs­heitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Heilbrigðis- og sérgreinar brautarinnar eru kenndar í fjarnámi í samvinnu Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og Menntaskólans á Ísafirði.

Nánari brautarlýsing 

Almennar greinar

              F-EIN
Danska DANS 2MO05         5
Enska ENSK 2LM05 2TM05 3OG05     15
Íslenska ÍSLE 2SG05 2BF05       10
Lífsleikni LÍFS 1HN02 1SJ02 2LC01     5
Stærðfræði STÆR 2AF05         5
Hreyfing HREY 1AI01(A) 1AI01(B) 1LM01(A) 1LM01(B) 1LM01(C) 5


Heilbrigðisgreinar og sérgreinar

                F-EIN
Inngangur að félagsvísindum FÉLV 1ÞF05            5
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05            5
Hjúkrunarfræði HJÚK 1AG05_1 2HM05 2TV05 3FG05 3ÖH05 3LO03  28
Hjúkrun verkleg HJVG 1VG05            5
Lyfjafræði LYFJ 2LS05            5
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01            1
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL 2IL05 2SS05          10
Næringarfræði NÆRI 1GR05            5
Inngangur að náttúruvísindum NÁTT 1GR05            5
Samskipti SASK 2SS05            5
Siðfræði SIÐF 2SF05            5
Sjúkdómafræði SJÚK 2GH05 2M05          10
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01            1
Starfsþjálfun STAF 3ÞJ27            27
Sálfræði SÁLF 2IS05 2ÞS05          10
Sýklafræði SÝKL 2SS05            5
Upplýsingatækni UPPÆ 1SR05            5
Verknám VINN 2LS08 3GH08 3ÖH08        24