Miðannarmat

Á miðri önn er gefið miðannarmat sem er umsögn um stöðu nemandans og á að vera hvatning til nemandans um að halda áfram á réttri braut eða taka sig á. Miðannarmat er ekki gefið fyrir námskeið þar sem kennslutími er styttri en fjórar vikur.

Umsagnir í miðannarmati eru eftirfarandi:

  • A = Ágætt. Nemanda gengur vel.
  • B = Í lagi. Nemandinn hefur tök á efninu en má ekki slá slöku við.
  • C = Ábótavant. Nemandi þarf að taka sig á til að ná áfanganum.
  • F = Nemandi er fallinn í áfanganum.
  • X = Ekki forsendur til að gefa vitnisburð.

Kennarar skrá umsagnir nemenda sinna í Innu. Áfangastjóri sendir póst til nemenda (og forráðamanna) þegar búið er að opna fyrir miðannarmat. 

Umsjónarkennarar fara yfir miðannarmat nemenda sinna og boða í viðtal þá sem koma illa út úr miðannarmati. 

Nauðsynlegt er að kennarar láti námsráðgjafa vita af þeim nemendum sem koma illa út úr miðannarmati.