Nýjar stúdentsbrautir

Frá haustinu 2015 verđur bođiđ upp á 3 nýjar námsbrautir til stúdentsprófs í stađ núverandi námsbrauta. Ţćr eru 200 framhaldsskólaeiningar (f-einingar) og

Nýjar stúdentsbrautir

Frá haustinu 2015 verður boðið upp á 3 nýjar námsbrautir til stúdentsprófs í stað núverandi námsbrauta. Þær eru 200 framhaldsskólaeiningar (f-einingar) og geta nemendur lokið stúdentsprófi á 3 árum.

Félagsvísindabraut

Náttúruvísindabraut

Opin stúdentsbraut

Námi á félagsvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í kjarnagreinum og félagsvísindum. Áhersla er lögð á sérgreinar brautarinnar s.s. félags­fræði, sögu, sálfræði og uppeldisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er hún góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félags­vísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, mennta­vísindum, íslensku og sögu.  

Námi á náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðu­þekkingu í kjarnagreinum og náttúruvísindum. Áhersla er lögð á stærðfræði og sérgreinar brautarinnar s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Á opinni stúdentsbraut  er lögð áhersla á gott almennt nám og þekkingu. Nemendur taka 100 eininga kjarna. Þeir velja síðan 100  einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum, verklegum og eða listgreinaáföngum.


Inntökuskilyrði
studentsbrautir

Námsgreinar

Félagsvísindabraut

Náttúruvísindabraut

Opin stúdentsbraut

 

Skóleinkunn

Skólaeinkunn

Skólaeinkunn

Íslenska

6 (B)

6 (B)

6 (B)

Stærðfræði

6 (B)

6 (B)

6 (B)

Enska

6 (B)

6 (B)

6 (B)


Til að hefja nám á nýjum stúdentsbrautum þurfa nemendur að hafa hæfni til að takast á við nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði og ensku). Þeir nemendur sem ekki standast inntökuskilyrðin þurfa að ljúka grunnnámi í tiltekinni grein/um.


Svćđi