Brautskráning 2019

Brautskráning 2019

Fréttir

Brautskráning 2019

Í gćr fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands í Tónlistarmiđstöđ Austurlands. Alls brautskráđust 35 nemendur af 11 námsbrautum en ţađ er lýsandi fyrir hiđ fjölbreytta námsframbođ skólans. Ţess má geta ađ viđ brautskráninguna í gćr brautskráđust í fyrsta sinn stúdentar af nýsköpunar- og tćknibraut.

Athöfnin var međ frjálslegum og fjölbreyttum brag, nemendur fluttu tónlistaratriđi og fjölbreyttar tölur voru fluttar af nemendum og starfsfólki.

Flutti Natalia Weronika Jagielska nýstúdent lagiđ Despacito eftir Luis Fonsi viđ undirleik Írenu Fannar Clemmensen á flygil. Einnig fluttu ţćr María Bóel Guđmundsdóttir og Ísabella Danía Heimisdóttir lagiđ Ekki lengur hér en lag og texti er eftir Maríu Bóel.

Skólameistari, Lilja Guđný Jóhannesdóttir, flutti ávarp og gerđi ađ umtalsefni mikilvćgi umhverfisfrćđslu í skólum en VA hlaut Grćnfána síđastliđiđ haust. Birta Sćmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd starfsmanna og sló á létta strengi í máli sínu. Ţrjár systur brautskráđust saman í gćr, ţćr Rósa Margrét Möller Óladóttir, Halldóra Marín Svansdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir. Fluttu ţćr í sameiningu ávarp fyrir hönd útskriftarnema ţar sem ţćr sögu frá reynslu sinni af árunum í VA.

Ađ venju voru veittar viđurkenningar til nemenda sem hafa skarađ fram úr í námi og starfi skólans. Eftirfarandi nemendur hlutu viđurkenningar:

Kristrún Thanyathon Rodpitak  hlaut viđurkenningu fyrir  framúrskarandi námsárangur í íslensku, framúrskarandi námsárangur í tungumálum og fyrir ágćtan námsárangur í náttúrufrćđigreinum.

Svanur Freyr Jóhannsson hlaut viđurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í húsasmíđi.

Valdís Kapitola Ţorvarđardóttir hlaut viđurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í félagsfrćđigreinum.

Sólveig Lilja Ómarsdóttir hlaut viđurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á námsbraut fyrir stuđningsfulltrúa í grunnskólum.

Helga Valbjörnsdóttir hlaut viđurkenningu fyrir ágćtan námsárangur á sjúkraliđabraut.

Sylvía Hera Skúladóttir hlaut viđurkenningu fyrir ágćtan námsárangur á námsbraut fyrir leiđbeinendur í leikskólum.

Rebekka Rut Svansdóttir hlaut viđurkenningu fyrir ágćtan námsárangur á nýsköpunar- og tćknibraut.

Guđrún Helga Guđjónsdóttir  hlaut viđurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stćrđfrćđi.

Einnig voru veittar viđurkenningar til nemenda fyrir  framúrskarandi námsárangur međ međaleinkunn 9 eđa hćrri. Eftirfarandi nemendur hlutu viđurkenningu:

Marta Guđlaug Svavarsdóttir – brautskráđ af opinni stúdentsbraut međ međaleinkunn 9,38.

Kristrún Thanyathon Rodpitak  – brautskráđ af náttúruvísinda­braut međ međaleinkunnina 9,04.

Sólveig Lilja Ómarsdóttir – brautskráđ af námsbraut fyrir stuđningsfulltrúa međ međaleinkunnina 9,00.

Veitt var viđurkenning fyrir dugnađ í námi á starfsbraut og hana hlaut Sveinn Marinó Larsen. Sveinn Marinó brautskráđist í gćr af tveimur námsbrautum, starsfbraut og húsasmíđabraut.

Félagslíf í framhaldsskólum er mikilvćgt, bćđi fyrir nemendur og skólasamfélagiđ. Viđ brautskráninguna var veitt viđurkenning fyrir ađ hafa starfađ dyggilega ađ félagslífi skólans og sýnt dugnađ í ţágu samnemenda sinna. Ţessa viđurkenningu hlaut Rebekka Rut Svansdóttir.

Viđ skólann hefur veriđ starfrćkt Listaakademía um nokkura ára skeiđ. Eins og félagslífiđ er mikilvćgt ţá er menningin ekki síđur mikilvćg. Listakademían og leikfélagiđ Djúpiđ vinna náiđ saman og setja upp metnađarfullar leiksýningar. Rebekka Rut Svansdóttir og Halldóra Marín Svansdóttir hlutu hlutu viđurkenningu fyrir ađ hafa unniđ ötullega í listaakademíunni.

Ađ formlegri dagskrá lokinni bauđ skólinn brautskráđum nemendum, ađstandendum og starfsfólki upp á léttar veitingar.  


Svćđi