Starfs- og nýbúabrautir VA hlutu styrk

Starfs- og nýbúabrautir VA hlutu styrk

Fréttir

Starfs- og nýbúabrautir VA hlutu styrk

Foreldrafélag VA hlaut veglegan styrk úr Menningar- og styrktarsjóđi SÚN nú á vordögum. Styrkurinn er ćtlađur til ađ styđja viđ nám- og kennslu á starfsbraut og nýbúabraut skólans. Međ styrkupphćđinni er ćtlunin ađ efla tćkjabúnađ á brautunum en kennslan ţar er einstaklingsmiđuđ og mikil ţörf á ađ nýta tćknina til ađ styđja viđ ţađ starf. Fyrir styrkinn, sem var 600.000 krónur, mun foreldrafélagiđ kaupa Chromebook tölvur til ađ nýta á brautunum.

VA ţakkar SÚN fyrir stuđning viđ nemendur skólans. Stuđningur sem ţessi úr samfélagi skólans er gríđarlega mikilvćgur, hvort sem er um ađ rćđa fjárhagslegan stuđning eđa stuđning viđ starf skólans.

Einnig hlýtur foreldrafélag VA ţakkir fyrir frumkvćđi sitt í ţessu verkefni. Ţess má geta ađ fráfarandi formađur foreldrafélags VA, Sigríđur Ţrúđur Ţórarinsdóttir, hlaut í vor tilnefningu til viđurkenningarinnar Dugnađarforkur Heimilis og skóla áriđ 2019 sem veitt eru af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra. Sigga Ţrúđa hefur á undanförnum árum unniđ afar ötult starf í foreldrafélagi skólans. Samstarf heimila og skóla er mjög mikilvćgt á öllum skólastigum og eftirfylgni heimilis mikilvćg ţegar nemendur stíga sín fyrstu skref innan framhaldsskólanum. Liđur í ţví er ţátttaka í skólastarfinu en  foreldrafélag VA á víđa fulltrúa, s.s. í umhverfisnefnd, forvarnateymi og skólanefnd enda mikilvćgt ađ rödd foreldra sé sterk í skólasamfélaginu.

Ţađ er alltaf pláss fyrir fleiri í starfi foreldrafélagsins. Ađ sögn Siggu Ţrúđu er starfiđ mikilvćgt og gaman ađ koma ađ ţví en hún hefur einnig veriđ virk í starfi međ forvarnateymi skólans. ,,Ţađ er skemmtilegt ađ vita hvađ um er ađ vera í skólastarfinu,” segir Sigga Ţrúđa, ,,og gott fyrir nemendur og starfsmenn skólans ađ finna stuđning frá foreldrum viđ starfiđ.”


Svćđi