Will to MotivatE(U)

Will to MotivatE(U) Starfsfólk og nemendur tóku ţátt í ţriđja hluta verkefnisins Will to MotivatE(U) sem fór fram í Ítalíu á dögunum.

Fréttir

Will to MotivatE(U)

Skólinn hefur tekiđ ţátt í samstarfsverkefninu Will to MotivatE(U) síđastliđiđ ár međ skólum í Ungverjalandi, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Noregi. Verkefniđ felst í ţví ađ efla áhugahvöt nemenda og starfsfólks. Hist er í fimm daga í senn á hverjum stađ og unniđ ađ ţematengdum viđfangsefnum. Í sumum ferđanna eru nemendur međ og í öđrum er einungis starfsfólk.

Dagana 21.-25. október var haldiđ til Ítalíu en áđur hefur veriđ hist í Noregi og Slóveníu. Í ţetta sinn voru bćđi nemendur og starfsfólk. Ţau Steinunn Dagmar og Atli Fannar voru valin úr hópi nemenda til ađ taka ţátt í verkefninu og fóru ásamt ţeim Salóme og Birgi.

Haldiđ var af stađ á laugardeginum til Reykjavíkur og síđan á Keflavíkurflugvöll eldsnemma á sunnudagsmorgni, 20. október. Ferđin ţangađ gekk ţó ekki ţrautalaust fyrir sig ţar sem kennararnir ákváđu ađ vekja foreldra Steinunnar fyrir misskilning. Ţegar ţađ var ađ baki og Steinunn komin í bílinn var haldiđ af stađ til Keflavíkur ţađan sem flogiđ var áleiđis til Parísar. Ţar var stoppađ í um tvo tíma og flogiđ áfram til Flórens á Ítalíu.

Ţegar komiđ var til Flórens upphófst mikiđ kapphlaup til ađ ná sporvagni og síđan lest áfram til áfangastađarins, Poggibonsi. Ţađ hafđist og kom hópurinn á áfangastađ klukkan rúmlega 19 ađ stađartíma. Steinunn og Atli áttu ađ búa hjá ítalskri fjölskyldu og var “mamma” ţeirra komin á lestarstöđina ađ sćkja ţau. Ítalskir kennarar komu og sóttu hina íslensku og komu ţeim fyrir á hóteli.

Daginn eftir hófst dagskráin í Roncalli skólanum međ setningu. Ţar töluđu m.a. yfirmađur hérađsins, borgarstjórinn og yfirmenn menntamála. Ţađ sem eftir lifđi dags fengu nemendur og kennarar kynningu á deildum skólans ţar sem nemendur voru í ađalhlutverki og hópurinn var hristur saman. Ţar ţurfti t.d. ađ skrifa hrós á miđa sem festur var framan á alla. Ţađ var svo sannarlega áskorun ađ hrósa fólki sem mađur ţekkti ekki en gríđarlega lćrdómsríkt.

Á ţriđjudeginum var byrjađ á ţví ađ sćkja markađ sem er á hverjum ţriđjudegi í Poggibonsi ţar sem allir gerđu góđ kaup. Ţegar ţví var lokiđ var haldiđ á kynningu á ráđum skólans og hlutverkum mismunandi hópa í ţeim. Ţegar henni var lokiđ tók önnur kynning viđ á ţví hvernig er hćgt ađ ná árangri međ nemendum. Í ţessu voru nemendur í stórum hlutverkum. Ţegar ţví var lokiđ héldu nemendur heim međ fjölskyldum sínum en kennarar fóru í vinnustofu um sjálfiđ.

Á miđvikudagsmorgun fóru nemendur ađ búa til app en kennarar héldu áfram í vinnustofu um sjálfiđ ţar sem međal annars var fariđ í hugleiđslu. Ţar voru ítalskir nemendur međ og var frábćrt ađ sjá hversu ţjálfuđ ţau voru í hugleiđslunni. Eftir ađ ţví var lokiđ var kynning á tćkifćrum fyrir nemendur í Evrópusamstarfi og vinnustađanám. Kom ţar í ljós helsti munurinn á veruleika íslenskra og ítalskra ungmenna ţar sem vinnustađanámiđ var gjarnan fyrsta reynsla ţeirra ítölsku af einhvers konar vinnu. Í kynningum stóđ einnig upp úr samstarf skólans viđ fyrirtćki en fyrirtćki taka virkan ţátt í vinnustađanáminu og koma inn í skólann međ skipulögđum hćtti. Ţađ er gert međ eflingu starfsnáms ađ leiđarljósi.

Á fimmtudeginum tóku ţátttakendur á móti viđurkenningum fyrir vikuna og haldiđ var til Siena ţar sem samveru var notiđ í ćgifögru umhverfi. Nćsta dag var haldiđ áfram međ ađ njóta menningar Ítalíu ţar sem haldiđ var til Flórens. Ţar var deginum eytt viđ ađ njóta útsýnis, verslana, lista og menningar.

Á laugardeginum var haldiđ til baka. Dagurinn hófst međ bílferđ, nćstum flugferđ, međ ítölskum bílstjóra sem sá um ađ koma hópnum á flugvöllinn í Flórens. Ţađan var flogiđ til Barcelona og síđan heim. Ferđinni lauk síđan á sunnudeginum ţegar allir flugu til Egilsstađa.

Ţađ sem liggur ađ baki eftir vikuna er ómetanleg reynsla. Í verkefninu kynnumst viđ ađferđum til ađ nota í lífi og starfi, ólíkri menningu og myndum tengsl til framtíđar. Steinunn og Atli mynduđu strax tengsl viđ nemendurna frá hinum löndunum og kynnust auk ţess ítalskri menningu mjög vel í gegnum heimagistinguna. Á kvöldin var stíf dagskrá kennaranna og ţar kynntumst viđ menningu Ítalíu og mynduđum sterk tengsl viđ kollega okkar. Ţar kynntumst viđ skólakerfinu í löndunum frá ýmsum hliđum. Evrópusamstarf eins og ţetta gefur einstaklingum og skólanum í heild gríđarlega mikiđ. Nćsti hluti verkefnisins verđur í Ungverjalandi dagana 9.-13. desember og ţangađ halda ţrír nemendur og tveir kennarar.

Frekari upplýsingar um verkefniđ má finna hér.


Svćđi