Forvarnir

Viđ skólann starfar forvarnarteymi skipađ forvarnarfulltrúa, félagslífsfulltrúa, fulltrúa foreldra, nemenda og skólameistara. Forvarnir eru hluti af

Forvarnir

Við skólann starfar forvarnarteymi skipað forvarnarfulltrúa, félagslífsfulltrúa, fulltrúa foreldra, nemenda og skólameistara.

Forvarnir eru hluti af daglegu starfi skólans og fela í sér fræðslu og námskeið fyrir starfsmenn og nemendur og hafa það að markmiði að stuðla að betri líðan og ástundun nemenda, ýta undir jákvæða lífssýn og heilbrigða lífshætti allra hlutaðeigandi.

Félagslíf nemenda og viðburðir á vegum skólans skulu einkennast af heilbrigðum lifsháttum og miða að því að efla félagsþroska nemenda. Nemendur og starfsmenn skólans mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í skólanum eða á lóð hans. Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.

Reykingar, munntóbak og önnur tóbaksnotkun, áfengis- og vímuefnaneysla er bönnuð í skólanum og á lóð hans. Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.

Hvers kyns áróður sem hvetur til neyslu áfengis og vímuefna er bannaður í húsnæði skólans eða á samkomum á hans vegum. 

Svćđi