Heilsustefna

Heilsustefna Verkmenntaskóla Austurlands

Verkmenntaskóli Austurlands leitast við að vera heilsueflandi framhaldsskóli. Markmið skólans er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og nema við skólann og hafa heilsuhvetjandi áhrif á umhverfi sitt. Markmiði sínu hyggst skólinn ná með samvinnu milli stjórnenda, starfsmanna, nemenda, aðstandenda og grenndarsamfélagsins. Nemendur og starfsfólk er hvatt til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og líðan og stefnunni er ætlað að hafa jákvæð áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum.

Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar, Heilbrigðisráðuneytis, Mennta- og menningamálaráðuneytis og Samtaka framhaldsskólanema. Í verkefninu er unnið með fjögur svið: Næringu, hreyfingu, lífsstíl og geðrækt.

Næring

Markmið

Stuðla að aukinni neyslu á hollum mat og skilningi á mikilvægi þess að tileinka sér hollar matarvenjur.

Leiðir að markmiði 

 • Fræðsla – bæði almenn í skólanum og fléttuð inn í námsgreinar
 • Bjóða upp á næringaríka og fjölbreytta fæðu í mötuneyti sem tekur mið af leiðbeiningum Landlæknis
 • Aðgengi að drykkjarvatni sé gott í skólanum
 • Að bjóða upp á hollari valkost á fundum og viðburðum á vegum skólans

 Hreyfing

Markmið

Hvetja til daglegrar hreyfingar meðal starfsmanna og nemenda skólans og efla meðvitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu

Leiðir að markmiði 

 • Hvetja nemendur og starfsmenn til að hreyfa sig og stunda íþróttir
 • Hvetja til og standa fyrir ýmsum viðburðum sem byggjast á hreyfingu
 • Bjóða upp á íþrótta og hreyfitengda áfanga á hverju ári
 • Flétta inn í skólastarf fræðslu um mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu

 Geðrækt

Markmið

Að við skólann sé jákvæður skólabragur einkennist af virðingu fyrir einstaklingnum og uppbyggilegum samskiptum. Hlúð sé að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna og allir leggi sig fram við að efla góðan starfsanda í skólanum

Leiðir að markmiði 

 • Gildi andlegrar heilsu sé haldið á lofti og áhersla lögð á forvarnir gegn geðrænum sjúkdómum.
 • Leitast sé við að bjóða upp á þjónustu eða samvinnu fagaðila fyrir nemendur og starfsmenn sem á þurfa að halda
 • Bjóða upp á áfanga sem efla nemendur og bæta færni í samskiptum, auka skilning þeirra á eigin líðan og viðbrögðum og þar með möguleikum á að bæta líðan sína
 • Nemendur með staðfesta greiningu um geðrænan vanda mæti skilningi og sveigjanleika varðandi verkefnaskil og mætingu
 • Vinna að almennri fræðslu um geðræna kvilla, raskanir, sjúkdóma og fatlanir
 • Leggja áherslu á jákvæð viðhorf og vinna gegn fordómum
 • Stuðla að góðri sjálfsmynd nemenda og starfsfólks

 Lífsstíll

Markmið

Að stuðla á sem víðtækastan hátt að aukinni meðvitund um mikilvægi heilbrigðs lífstíls og heilsuræktar. Tryggja að Verkmenntaskóli Austurlands sé tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus og miðla upplýsingum um skaðsemi þessarra efna

Leiðir að markmiði

 • Halda á lofti mikilvægi góðra svefnvenja
 • Hafa aðgengilegar upplýsingar um hvert sé hægt að leita eftir aðstoð sérfræðinga og stuðningsaðila kjósi fólk að leita sér aðstoðar vegna notkunar á tóbaki, áfengi eða öðrum vímuefnum
 • Halda á lofti mikilvægi kynheilbrigðis og bjóða upp á fræðslu á því sviði
 • Eftirlit sé með og reynt að tryggja að ekki sé notkun á tóbaki, áfengi né vímuefnum í skólanum, á lóð skólans né á viðburðum tengdum skólanum
 • Efla foreldra í uppeldis- og eftirlitshlutverkum sínum og stuðla að samvinnu milli heimilis og skóla