Sjálfsmat í VA

Sjálfsmat hefur veriđ viđhaft í Verkmenntaskóla Austurlands frá upphafi skólaárs 1997. Unniđ er samkvćmt viđmiđum menntamálaráđuneytisins sem taka miđ af 

Sjálfsmat í VA

Sjálfsmat hefur verið viðhaft í Verkmenntaskóla Austurlands frá upphafi skólaárs 1997. Unnið er samkvæmt viðmiðum menntamálaráðuneytisins sem taka mið af  lögum um framhaldsskóla. Við skólann starfar fjögurra manna sjálfsmatsteymi sem metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á.

Á hverjum tíma er unnið eftir þriggja ára sjálfsmatsáætlun sem samþykkt er á starfsmannafundi í upphafi hvers matstímabils.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum er að: 

 1. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
 2. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla,
 3. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
 4. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

 

Sjálfsmatsáætlun 2013 – 2016

Vor 2013

 • Áfangamat
 • Meta opnu dagana
 • Kanna hvað gert er af því sem talið er upp í kaflanum um Stefnu og Markmið í almenna hluta skólanámskrár VA.
 • Kanna almenna líðan nemenda
 • Kanna þátttöku nemenda í félagslífi
 • Skrifuð áfangaskýrsla fyrir skólaárið og tímasett umbótaáætlun gerð.

Haust 2013

 • Áfangamat
 • Kanna menntunarstig kennara og endur- og viðbótarmenntun þeirra síðastliðin 5 ár. Afla upplýsinga um aðra skóla frá KÍ.
 • Gera úttekt á kennsluáætlunum og samræma. Skoða ISO staðla sem notaðir eru m.a. í VMA og Tækniskólanum.
 • Gert grein fyrir niðurstöðum haustannar.

Vor 2014

 • Áfangamat
 • Meta opnu dagana
 • Gera úttekt á þeim námsmatsaðferðum sem notaðar eru í VA og bera saman við fyrri kannanir. Meðal þess sem á að kanna er hvaða aðferð nemendum finnst best
 • Kanna hver sérstakur stuðningur er veittur nemendum og bera saman við könnun sem gerð var á haustönn 2010
 • Skrifuð áfangaskýrsla fyrir skólaárið og tímasett umbótaáætlun gerð.

Haust 2014

 • Áfangamat
 • Kanna aðbúnað starfsfólks og bera saman við fyrri kannanir
 • Taka saman yfirlit yfir þá viðburði á vegum skólans sem tengja hann samfélaginu nær og fjær
 • Meta skólanámskrá VA
 • Gert grein fyrir niðurstöðum haustannar.

Vor 2015

 • Áfangamat
 • Meta opnu dagana
 • Kanna þátttöku nemenda í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli þar sem á þessari önn lýkur fyrstu umferð í gegnum verkefnið
 • Skrifuð áfangaskýrsla fyrir skólaárið og tímasett umbótaáætlun gerð.

Haust 2015

 • Áfangamat
 • Fá nemendur í félagsfræði og uppeldisfræði til að taka saman umfjöllun fjölmiðla um skólastarfið og það hlutverk sem skólinn gegnir í samfélaginu
 • Gert grein fyrir niðurstöðum haustannar

Vor 2016  - Samantekt og mat á skólastarfi

 • Áfangamat
 • Meta opnu dagana
 • Gerð grein fyrir umbótum og árangri
 • Athugasemdir skóla við sjálfsmat
 • Lokafrágangur sjálfsmatsskýrslu fyrir tímabilið 2013-2016

Svćđi