Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur  VA Nemendur skulu sćkja allar kennslustundir í ţeim áföngum sem ţeir eru skráđir í og mćta stundvíslega til kennslu.

Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur  VA

Nemendur skulu sækja allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í og mæta stundvíslega til kennslu. Flestar kennslustundir eru 60 mín, nokkrar 40 mín.

Fjarvistastig nemenda eru reiknuð þannig, að gefið er 0,3 fjarvistastig fyrir að koma of seint í kennslustund en 1,0 fyrir fjarvist úr kennslustund. Nemendur fá fjarvist mæti þeir í kennslustund eftir að hún er hálfnuð.

Miðannarmat er lagt fyrir um miðja önnina og fram kemur í kennslu-áætlun hvers áfanga hvernig miðannarmati er háttað. Miðannarmat gildir allt að 20% af lokaeinkunn. Kennurum er heimilt að taka tillit til skólasóknar í námsmati áfanga. Nemandi sem hefur skólasóknareinkunina 1 hefur fyrirgert rétti sínum til að ljúka áfanga.

Skólasókn 96 -100%                                                                      eink. 10

Skólasókn 94 – 95,9%                                                                   eink. 9

Skólasókn 92 – 93,9%                                                               eink. 8

Skólasókn 90 – 91,9%    skrifleg viðvörun                           eink. 7

Skólasókn 88 – 89,9%                                                              eink. 6

Skólasókn 86 – 87,9%    prófheimild ekki tryggð              eink. 5

Skólasókn 84 – 85,9%                                                                   eink. 4

Skólasókn 82 – 83,9%                                                                   eink. 3

Skólasókn 80 – 81,9%                                                             eink. 2

Skólasókn 78 – 79,9% Próftaka óheimil                                eink. 1

 

Tilkynning veikinda

Geti nemandi ekki mætt í skólann vegna veikinda skal tilkynna forföll daglega milli kl.08:00-11:00 á skrifstofu skólans í síma 477 1620. Foreldri eða forráðamaður skal tilkynna veikindi nemenda yngri en  18 ára. Nemandi eða forráðamaður hans getur með þessu móti tilkynnt 6 veikindadaga á önn. Fari veikindadagar annar fram yfir 6 daga er nemanda vísað til hjúkrunarfræðings VA sem leitar úrræða í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Ef nemandi  er veikur lengur en í 3 daga samfellt skal hann skila læknisvottorði.  Læknisvottorði skal skilað innan við viku frá lokum veikinda.

Hægt er að tilkynna veikindi í síma 477-1620, með tölvupósti eða með skráningu í innu.

Leyfi

Ætlast er til að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma.  Hægt er að sækja um leyfi til skólameistara vegna eftirfarandi :

  • Vegna mikilla veikinda í fjölskyldu, andláts eða jarðarfarar.
  • Vegna þátttöku í íþrótta-, æskulýðs eða tónlistarviðburði með staðfestingu frá viðeigandi aðila.
  • Vegna æfinga/útkalla á vegum björgunasveita.
  • Vegna vinnu, kynninga eða  námsferða í þágu skólans.
  • Vegna fjölskylduferða ef nemandi er undir 18 ára.

 Skólameistari getur gefið önnur leyfi með tilliti til raunmætingar og árangurs.

 Viðvaranir og viðurlög

Verði nemendi uppvís að því að misnota rétt sinn til fjarvista vegna veikinda skal breyta veikindaforföllum í fjarvist. Þessir nemendur skulu til loka yfirstandandi annar framvísa læknisvottorði á fyrsta degi eftir að veikindum lýkur.

Námsráðgjafi getur í samráði við skólameistara gert samning við nemendur um skólasókn.

Endanleg brottvikning úr einstökum áföngum eða úr skóla vegna lélegrar skólasóknar er á ábyrgð skólameistara. Skólameistari einn getur veitt undanþágu frá þessum reglum.

Úrsögn úr áfanga

Frestur til að skrá sig úr áfanga eða breyta vali rennur út u.þ.b.  3 vikum frá upphafi annar. Þurfi nemandi að segja sig úr áfanga vegna sérstakra aðstæðna eftir þann tíma, þarf beiðni að berast til námsráðgjafa. Úrsögn úr áfanga er háð samþykki skólameistara.

Frávik frá skólasóknarreglum

Skólameistari getur veitt undanþágu frá skólasóknarreglum vegna félagslegra aðstæðana nemenda.                                                                                                                                                                                                                                              

Svćđi