Veikindatilkynningar

Geti nemandi ekki mætt í skólann vegna veikinda skal tilkynna forföll daglega milli kl.08:00-11:00. Foreldri eða forráðamaður skal tilkynna veikindi nemenda yngri en  18 ára. Nemandi eða forráðamaður hans getur með þessu móti tilkynnt 6 veikindadaga á önn. Fari veikindadagar annar fram yfir 6 daga er nemanda vísað til námsráðgjafa VA sem leitar úrræða t.d. í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). 

Hægt er að tilkynna veikindi í síma 477-1620 eða með skráningu í INNU.

Ef veikindi eru langvarandi og/eða þrálát getur skólinn óskað eftir staðfestingu með læknisvottorði.

Leiðbeiningar - veikindaskráning aðstandanda nemenda undir 18 ára aldri á Innu

Valið er Stillingar -> Skrá veikindi.

Skra veikindi

Þar eru skráðar veikindatilkynningar, einnig er hægt að setja inn athugasemd ef við á. Veikindatilkynning er send inn með því að smella á pennann og þá kemur upp tilkynningu ef skráning tókst.

Skra veikindi

Starfsmaður skólans þarf að samþykkja veikindaskráningu í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar veikindaskráning er á staðfest þá sendist póstur á þann sem átti færsluna.

Þegar veikindatilkynning er samþykkt þá skráist það í viðveruskráningu með kóðanum V.