Kennsluvefur - lykilorð

Kennsluvefur.is er námsumsjónarkerfi VA 

Til þess að virkja/endurnýja lykilorð að kennsluvefur.is þarf að smella á "Glatað lykilorð" á innskráningarsíðu gefa upp notendanafn eða tölvupóst og smella á leita. Notendanafn er kennitala notandans og er á forminu kennitala@va.is. Tölvupóstur er skráður sem einkanetfang í Innu.

innskráning

Eftir að smellt hefur verið á Leita þá koma skilaboð um að póstur hafi verið sendur á netfang viðkomandi.

Staðfesting

Í tölvupóstinum er hlekkur og þegar smellt er á hann opnast gluggi þar sem hægt er að velja nýtt lykilorð. ATH að pósturinn gæti lent í ruslpósti í einhverjum tilfellum.

Breyta lykilorði

Eftir að þessu er lokið getur notandinn skráð sig inn á kennsluvefinn með kennitölu og nýja lykilorðinu.

Hægt er að tengja saman Office 365 aðgang og kennsluvef. Leiðbeiningar má finna hér.