Umsagnir: Ljósker, viti og varða

Þrisvar sinnum á hverri önn fá nemendur skriflegar umsagnir um stöðu sína í hverjum áfanga.

Fyrsta umsögn hverrar annar kallast ljósker, önnur umsögnin viti og sú þriðja varða

Daginn áður en umsögn er birt er námsmatsdagur (gulur dagur) og er ekki ætlast til að nemendur mæti í skólann þann dag. Kennarar nýta þessa námsmatsdaga til að skrá umsagnir um nemendur sína inn á Innu sem ætlað er að vera nemendum (og foreldrum/forsjárfólki) leiðarljós fyrir framhaldið.

Við hvetjum nemendur (og foreldra/forsjárfólk) til að gefa sér tíma til að lesa yfir umsagnirnar sem kennarar skrifa og nýta sér þær leiðbeiningar sem þær veita.

Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig hægt er að sjá umsagnir á Innu í snjalltæki og í tölvu.

Uppfært: 23. september 2020