Prófreglur

1. Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf.  Þeim ber að kynna sér vel próftöflu og skipan í stofur.

2. Próftími er að jafnaði 120 mín.

3. Ef nemandi þarf að fara á salerni skal kalla til fylgdarmann.

4. Ekki er heimilt að skila úrlausnum fyrr en að liðnum 45 mínútum en eftir þann tíma fær enginn að hefja próftöku. Að loknu prófi skulu nemendur yfirgefa stofuna hljóðlega og varast að valda öðrum truflun.

5. Nemendur skulu einungis vera með leyfileg gögn í prófi. Skólinn leggur þeim til pappír en nemendur sjá sjálfir um önnur tæki s.s. skriffæri, vasareikni og  orðabækur séu þau leyfð. Töskur og yfirhafnir á að skilja eftir fyrir utan prófstofu. Öll notkun snjalltækja, þ.m.t. farsíma og snjallúra, í prófi er óheimil nema annað sé tekið fram.

6. Nemandi sem ekki getur komið í próf vegna veikinda skal tilkynna forföll á skrifstofu skólans samdægurs vilji hann taka sjúkrapróf.

7. Nemendum eru ekki gefnar upp einkunnir fyrr en að próftímabili loknu.

8. Verði nemandi uppvís að svindli er honum umsvifalaust vikið úr prófi og á það á hættu að fá fall í áfanganum sbr. GÁT-039.

Reglur þessar gilda einnig um hlutapróf að undanskildum liðum 2 og 4.

Síðast uppfært: 12.10.2021