Skólareglur

  • Nemendur skulu ganga hreinlega og prúðmannlega um húsakynni skólans og fara vel með eigur hans.
  • Nemendur skulu fara úr blautum og skítugum skóm og eru hvattir til að skilja aldrei peninga eða önnur verðmæti eftir því engin ábyrgð er tekin á eigum nemenda.
  • Rusli skal fleygt í ruslakörfur en ekki á gólf eða lóð skólans.
  • Nemendur skulu ekki valda öðrum ónæði á starfstíma t.d. í kennslustundum, í tölvuveri eða á bókasafni og sýna í hvívetna, háttvísi og prúðmennsku á almannafæri.
  • Nemendum og starfsfólki skólans ber að sýna kurteisi og tillitssemi í umgengni hvert við annað. Einelti og ofbeldi lýðst ekki.
  • Í kennslustundum er kennarinn verkstjóri og ber nemendum að fara eftir fyrirmælum hans.
  • Tölvu- og símanotkun í kennslustundum er undir stjórn kennara.
  • Valdi nemandi skemmdum á húsnæði og munum skólans, ber honum að skýra skólameistara eða umsjónarkennara frá því. Nemandi skal bæta skemmdir sem hann er valdur að, eftir ákvörðun skólameistara.
  • Reykingar og önnur tóbaksnotkun er bönnuð samkvæmt lögum í húsnæði skólans og á skólalóð. Sama á við um notkun rafsígaretta. Sama á við um notkun nikótínvara á borð við rafsígarettur og nikótínpúða.
  • Nemendum og starfsmönnum skólans er óheimilt að neyta eða vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í húsakynnum skólans og á samkomum á vegum hans.
  • Neysla matar og drykkjar er bönnuð á bókasafni og í tölvuveri en leyfð í setustofu nemenda.
  • Auglýsingatöflur eru ætlaðar fyrir auglýsingar um skólahald og félagslíf nemenda. Ekki má festa upp auglýsingar annar staðar en á auglýsingatöflur, nema með sérstöku leyfi skólameistara.
  • Brot nemenda á þessum reglum getur varðað viðurlögum og jafnvel brottvísun úr skóla.

 

Síðast uppfært 4. apríl 2022