Starfsmannastefna

Markmiðið með starfsmannastefnu VA er að skapa vinnuumhverfi sem laðar að hæft starfsfólk og gerir það eftirsóknarvert að vinna við skólann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu með sóma og standist samanburð við aðra framhaldsskóla.

Gott starfsfólk er grunnurinn að góðum árangri og því er lögð áhersla á:

  • hæft starfsfólk sem hefur þekkingu á viðfangsefnum skólans
  • að skólinn sé áhugaverður og aðlaðandi vinnustaður
  • að starfsandinn sé góður
  • að þess sé gætt að jafnræði og sanngirni gildi um meðferð mála
  • að nemendum og öðrum sé sýnt vinsamlegt viðmót
  • að verklagsreglur skólans séu skýrar, starfsfólki og nemendum ljósar
  • að starfsfólk VA hafi þekkingu/aðgang að nýjustu upplýsingum um lög og reglugerðir sem skólinn starfar eftir
  • að jafnrétti og jöfn staða karla og kvenna sé viðhöfð í allri starfssemi skólans
  • að gætt sé fyllsta trúnaðar varðandi persónulegar upplýsingar um nemendur sem starfsfólk öðlast í starfi.

Leiðarljós í samskiptum

Til að stuðla að góðum starfsanda eru starfsmenn hvattir til að hafa eftirfarandi að leiðarljósi í öllum samskiptum á vinnustaðnum bæði gangvart samstarfsfólki og nemendum:

  • gagnkvæma virðingu
  • samvinnu og sveigjanleika
  • hreinskilni og heiðarleika
  • jákvæðni og þjónustulund
  • hlýlegt og vingjarnlegt viðmót
  • umburðarlyndi og tillitsemi
  • stuðning við hvert annað í gleði og sorg
  • jafnræði og frumkvæði

Starfsumhverfi og gagnkvæmar væntingar

Gott starfsumhverfi dregur úr álagi og streitu og eykur almenna starfsánægju. Til að stuðla að góðum starfsanda þarf að ríkja traust, trúnaður og hreinskilni milli allra starfsmanna. Stjórnendur leitast við að  vinna eftir lýðræðislegum stjórnaraðferðum, sýna jákvætt viðhorf til starfsmanna og hafa samráð við þá um mál sem þá varðar. Starfsmenn sýna hver öðrum og nemendum kurteisi, tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót. Stjórnendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á að skapa góðan starfsanda við VA.

Skólinn væntir þess að starfsmenn:

  • sýni ábyrgð og sjálfstæði
  • séu tilbúnir að taka þátt í þróun og breytingum
  • sýni vilja og hæfni til samstarfs
  • sinni starfi sínu af trúmennsku og metnaði
  • sýni frumkvæði
  • sýni öllum verkefnum skólans hollustu

Starfsmenn  vænta þess að:

  • þeim sé sýnt traust, tillitsemi og hreinskilni
  • skyldur og ábyrgð stjórnenda séu skýrar
  • stuðlað sé að góðu samstarfi og vinnuanda
  • vinnuaðstaða sé góð
  • endurgjöf sé virk
  • upplýsingastreymi sé skilvirkt

 

Móttaka nýrra starfsmanna

Verkefni skólameistara

    • Gerir ráðningarsamning við viðkomandi
    • Fær skattkort, upplýsingar um séreignasparnað, prófskírteini, símanúmer og sakavottorð viðkomandi.
    • Kynnir helstu stefnur skólans
    • Kynnir skipurit skólans
    • Kynnir réttindi og skyldur starfsmanna skv. kjarasamningi (s.s. reynslutíma, uppsagnir, veikindarétt, lífeyrismál, símenntunarákvæði, vinnumenningu, vinnuvernd, starfsreglur, trúnaðar- og þagnarskyldu o.fl.)
    • Veitir nýjum starfsmönnum upplýsingar um vinnureglur, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsmannafundi
    • Fer yfir starfslýsingu og hæfniskröfur starfsins við starfsmanninn
    • Kynnir mötuneyti skólans
    • Fer yfir hagnýt atriði, s.s. kaffitíma, starfsmannafélag, gjafasjóð, ýmsar hefðir og umgengni í skólanum
    • Kynnir brunavarnir skólans, fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum
    • Kynnir nýjan starfsmann fyrir starfsmönnum skólans
    • Bendir á handbók VA á sameign og afhendur minnisblað annarinnar
    • Tilgreinir tengilið við starfsmanninn sem er honum innan handar

Verkefni áfangastjóra

    • Veitir aðgang að Innu
    • Fer yfir nemendahópa og áfanga
    • Fer yfir reglur um námsmat

Verkefni kerfisstjóra

    • Kynnir og veitir aðgang að tölvukerfi skólans, kennsluvef, tölvupósti, geymslu gagna, prentunarmál o.þ.h.
    • Kynnir vefsíðu skólans

Verkefni húsvarðar

    • Afhendir nýjum starfsmanni lykla, lykil að skápum og öðru sem þurfa þykir.
    • Fer með nýjum starfsmanni um skólahúsnæðið

Verkefni trúnaðarmanns

    • Kynnir stéttarfélag og trúnaðarmenn á vinnustaðnum