PEM 102 Permanent 1

PEM 102 Permanent 1

Áfangalýsing

Nemandi kynnist grunnatriðum við ísetningu á permanenti ásamt gerð og notkun verklýsinga fyrir

permanent.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • grunnskiptingu fyrir upprúll
  • fjórar mismunandi gerðir upprúlla
  • a.m.k. tvær tegundir permanentefna
  • mismunandi spólustærðir og gerðir

geta

  • gert grunnskiptingar fyrir upprúll
  • rúllað upp hárinu:

o beint aftur, niður í hliðum og hnakka

o með hliðarskiptingu

o beint aftur og boga í hliðum

o múrsteinaupprúll

  • búið til verklýsingar fyrir permanent
  • sett permanent í módel samkvæmt verklýsingu

hafa gott vald á

  • vinnu með áhöld, að halda á greiðu á sama tíma og rúllað er upp
  • að nota endapappir rétt
  • að jafna spennu á hári frá rót að enda

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%