PLN 102 Prent-, ljósvaka- og netmiðlar

PLN 102

Undanfari FJÖ 103

Í áfanganum er fjallað er um félagsleg og stjórnmálaleg áhrif fjölmiðla og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina. Fjallað er um fjölmiðla og eignarhald þeirra, sem eitt af valdakerfum í þjóðfélaginu og hvaða ytri og innri þættir hafa áhrif á fréttamat þeirra og umfjöllunarefni. Gerður er samanburður á eðli prentmiðla, ljósvakamiðla og netmiðla. Fjallað um sögu og þróun fjölmiðla, tilkomu netsins og hvernig fjölmiðlarnir virðast vera að renna saman í einn miðil. Fjallað er um mismunandi ritstjórnarstefnur fyrir ólíka fjölmiðla og ?ritstjórnaleysi? netmiðla. 
Lögð er áhersla á skapandi skrif og verkefnavinnu í frétta- og greinastíl og að nemendur vinni verkefni fyrir alla miðla.