STÆ 313 Stærðfræði

STÆ 313

Undanfari: Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 6 e. í stærðfræði.

Tölfræði og líkindareikningur I

Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningarfræði og fléttufræði. Verkefni eru unnin með aðstoð töflureiknisins EXCEL.  Áhersla er lögð á reglulega heimavinnu. Einnig vinna nemendur nokkur verkefni í hóp. Gerðar verða skoðanakannanir sem nemendur þurfa að framkvæma og vinna úr með viðurkenndum aðferðum.