TEX 102

TEX 102

Undanfari ÍSL 102

Áfanginn miðar að því að þjálfa nemandann í því að ganga frá texta með tilliti til þess miðils sem hann á að birtast í. Fjallað er um mismunandi textaframsetningu með tilliti til innihalds og þess í hvaða tilgangi textinn er settur fram. Nemandinn er þjálfaður í að stytta texta án þess að inntak hans skerðist, útbúa fyrirsagnir með tilliti til ólíkra lesendahópa, útbúa mismunandi tegundir útdrátta með tilliti til tilgangs og setja texta í jafnt myndrænan sem hljóðrænan búning. Ennfremur er nemandinn þjálfaður í að lesa texta með tilliti til myndskreytinga, útbúa myndatexta og skýra tölulegar upplýsingar í gröfum með hnitmiðaðri textaframsetningu. Loks er nemandinn þjálfaður í að skilgreina þarfir markhópsins, sem hann er að vinna textann fyrir. Í áfanganum er fjallað um textameðferð í stuttum fréttafrásögnum, ítarlegum fréttafrásögnum, fréttaskýringum, almennum greinaskrifum og listrænum bókmenntum. Lögð er áhersla á upplýsandi og aðlaðandi notkun mynda og tölulegra grafa til að styðja texta, færni í styttingu texta og hnitmiðaðri beitingu fyrirsagna (yfirfyrirsagna, aðalfyrirsagna, undirfyrirsagna og millifyrirsagna).