„Fyrir krakka sem eru að leita sér að iðnnámi að efast ekki um að velja VA“

Egilsstaðabúinn Óliver Árni Ólafsson stundar nám í húsasmíði í VA og er að ljúka sínu fyrsta ári. Það sem heillaði Óliver við skólann var að þegar hann var að skoða skólana á Austurlandi var ekkert bóklegt nám sem heillaði svo hann ákvað að stökkva á húsasmíðanámið í VA. Það sem skipti hann mestu máli þegar hann var að velja nám var að velja eitthvað sem væri á hans áhugasviði en hann vann í eitt sumar við smíðar áður en hann fór í námið og heillaðist hann mikið af starfinu.

Það sem Óliver finnst best við VA er að það þekkjast flest allir nemendur og kennarar en það sem honum finnst skemmtilegast eru verklegu smíðatímarnir með félögunum.

Að lokum var Óliver beðinn um að koma með heilræði til þeirra sem eru að velja sér nám: „Fyrir krakka sem eru að leita sér að iðnnámi að efast ekki um að velja VA ef þið búið á Austurlandi“.