Geðræktardagar VA

Dagana 9. – 11. mars verða geðræktardagar í VA. Þá mun öll hefðbundin kennsla falla niður og boðið verður upp á ýmiskonar vinnustofur sem tengjast á einn eða annan hátt geðrækt. Verkmenntaskóli Austurlands er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem hefur það að markmiði að stuðla að almennri heilsu nemenda og starfsmanna. Þeir nemendur sem taka þátt alla geðræktardagana (fyrir og eftir hádegi) fá eina f-einingu fyrir.


Skráning í vinnustofur fer fram dagana 01.03 – 04.03 á heimsíðu VA undir skólatorg. Nemendur þurfa að velja vinnustofur fyrir og eftir hádegi (þar sem það á við). Þar sem fjöldatakmarkanir eru í sumar vinnustofur, verða nemendur að velja vinnustofur til vara. Veljið þrjár vinnustofur fyrir hvern dag (fyrir og eftir hádegi ef það á við), setjið nr. 1 við það sem ykkur langar helst að taka þátt í, nr. 2 við það sem ykkur langar næst helst að taka þátt í og nr. 3 það sem er í þriðja sæti hjá ykkur.


Geðræktardagarnir enda síðan á fyrirlestri og pizzuveislu seinnipart föstudagsins 11. mars á milli kl. 16 – 19 í sal Nesskóla þar sem Logi Geirsson og mun halda fyrirlestur fyrir nemendur.
Laugardaginn 12. mars mun Logi síðan ásamt fleirum koma fram á geðræktarmálþingi VA og Fjarðabyggðar sem ber nafnið ,,Hvað segirðu gott?“ og haldið verður í sal Nesskóla frá kl. 11 – 14. Aðgangur er ókeypis og er málþingið opið öllum sem hafa áhuga.


Góð heilsa og líðan er undirstaða þess að geta notið lífsgæða, vera fær um að finna tilgang með lífinu og vera virkur og skapandi einstaklingur í samfélagi með öðrum. Með því að efla færni barna og unglinga til þess að ráða við, skilja og tjá tilfinningar sínar vera í góðum tengslum við aðra, finna styrkleika og læra sjálfsstjórn og þrautsegju er hlúð að geðheilsu nemenda og vellíðan sem m.a. skilar sér í betri námsárangri og farsæld í lífinu.


Geðræktardagarnir hafa því mikilvægt forvarnargildi í för með sér og nauðsynlegt að nemendur nýti sér þau námskeið sem í boði verða, en þetta er málefni sem snertir okkur öll.


Með bestu kveðju
Verkefnisstjórn geðræktardaga 2016

Dagskrá og nánari upplýsingar