Geðræktarmálþingið ,,Hvað segirðu gott?“

Um 300 manns sóttu málþingið
Um 300 manns sóttu málþingið

Geðræktarmálþingið ,,Hvað segirðu gott?“ var haldið í Nesskóla, Neskaupstað síðastliðna helgi. Málþingið skiptist í tvo hluta, á föstudagskvöldið fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára en öllum opið á laugardeginum.

Það voru forvarnarteymi VA, foreldrafélög VA og Nesskóla og starfsfólk fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar sem stóðu fyrir málþinginu.

Á málþinginu komu fram sterkar persónur með reynslusögur, erindi og gjörninga. Þar var m.a. annars nemandi sem fjallaði um baráttu sína við þunglyndi og aðstandandi sem deildi reynslu í kjölfar sjálfsvígs. Þá flutti Salóme Rut erindi um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna og Petra Lind Sigurðardóttir hélt erindi um líkamsímynd og átraskanir. Einnig framkvæmdu nemendur frá Listaakdemíu VA gjörninga þar sem þeir túlkuðu á magnaðan hátt þær tilfinningar sem þeir hafa glímt við s.s. einelti og kvíða. Það var síðan Logi Geisson fyrrum landsliðsmaður í handknattleik sem endaði málþingið á erindi um sjálfstraust og markmiðssetningu.

Vel tókst til og má áætla að um 300 manns hafi sótt málþingið. Almennt mátti heyra að gestir hafi verið mjög ánægðir með hvernig til tókst.

sjá myndir á  http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/hvad-segirdu-gott 

Fyrirlesarar ásamt skipuleggjendum og öðrum sem koma að vinnu við málþingin

Á myndinni eru fyrirlesarar ásamt skipuleggjendum og öðrum er komu að framkvæmd málþingsins. Nokkra vantar þó á myndina.