Haustganga í blíðskaparveðri

Berglind fræðir samnemendur um sýrlensk flóttabörn
Berglind fræðir samnemendur um sýrlensk flóttabörn

Í morgun var farið í hina árlegu haustgöngu VA og voru þrjár gönguleiðir í boði, Drangaskarð, Hrafnakirkja og Páskahellir. Veðurguðirnir léku við okkur og lögðu ásamt göngufólkinu sitt af mörkum til ánægjulegra gönguferða.

Haustgangan var eins og stundum áður tileinkuð mannréttindabaráttu. Í þetta sinn var vakin athygli á því skelfilega ástandi sem ríkir í Sýrlandi og því hjálparstarfi sem Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sinnir þar. Sigurður Gunnþórsson, formaður nemendaráðs VA tók saman upplýsingar um aðstæður barna í Sýrlandi og á öllum gönguleiðunum var staldrað við og vakin athygli á þeim hörmulegu aðstæðum sem sýrlensk börn búa við.