Kynning: Opnir dagar og ,,Fardagar

Mánudaginn 27. febrúar, fer fram kynning á námskeiðum sem í boði eru á Opnum dögum í VA 8. – 10. mars. Einnig verða Fardagar kynntir. Kynningin verður í vinnustofutíma kl. 10:55 í stofu 1.

Kynnt verða námskeið sem í boði eru á Opnum dögum í VA og eins námskeið Fardaganna.

Fardagar eru í gangi á sama tíma í nokkrum skólum. Nemendur í VA geta því valið annað hvort að taka þátt í námskeiðum í VA eða ákveðið að leggja land undir fót og skrá sig á námskeið í öðrum skólum sem taka þátt í Fardögum

Þeir skólar sem bjóða upp á námskeið, aðrir en VA, eru FNV á Sauðárkróki, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, MT í Ólafsfirði, ME á Egilsstöðum og FAS á Höfn. 

Öll námskeiðin í VA eru einingarbær (1 fein) og einnig sum námskeiðin í hinum skólunum.

Upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði í öllum skólunum má finna hér að neðan:

Námskeið í boði í VA – Verkmenntaskóla Austurlands

Námskeið í boði í FNV – Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki

Námskeið í boði í Húsó – Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað

Námskeið í boði í MTR – Menntaskólanum á Tröllaskaga

Námskeið í boði í ME – Menntaskólanum á Egilsstöðum

Námskeið í boði í FAS – Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu