Skimunarpróf vegna brotthvarfs

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur undanfarin ár stýrt vinnuhópi til að sporna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum. Hefur hópurinn unnið að því að skilgreina aðgerðir m.a. í ljósi greiningar OECD, fyrirliggjandi rannsókna á brotthvarfi og reynslu annarra ríkja af að sporna gegn brotthvarfi.

 Allir framhaldsskólar taka þátt í brotthvarfsverkefninu og er VA þar ekki undanskilinn.

Tilgangur verkefnisins er að m.a. að greina hvaða nemendur eru í brotthvarfshættu og skrá ástæður brotthvarfs til að bæta þekkingu á orsökum brotthvarfs og draga úr því. Greining á brotthvarfshættu í verkefninu nær að þessu sinni til nýnema sem fæddir eru árið 2000 og hófu nám í umræddum framhaldsskólum haustið 2016.

Svör nemenda eru dulkóðuð og eingöngu námsráðgjafi hefur aðgang að dulkóðanum.