Smáskipanám - skipstjórn á vorönn 2024

Verkmenntaskóli Austurlands stefnir á að bjóða upp á námskeið í smáskipanámi - skipstjórn undir 15m á vorönn 2024 ef næg þátttaka fæst.

Fyrirkomulagið verður í formi fjar-og lotunáms og kennt verður samkvæmt nýrri námskrá. Hluti náms verður í fjarnámi en nemendur munu þurfa mæta í 3-4 helgarlotur sem verða auglýstar þegar fjöldi nemenda og skipulag lotna liggja fyrir.

Nám­skeiðið sam­svarar 18 ein­inga námi í fram­halds­skóla (rúm­lega hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 330-430 klst fari í námið sam­kvæmt viðmiði fyrir fram­halds­skóla­nem­endur.

Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar þeir hefja nám. Ekki er þó hægt að sækja um skirteini hjá Samgöngustofu fyrr en 18 ára.

Frekari upplýsingar um námið má finna hér.

Hægt er að sækja um með því að smella hér.

Verð á námi: 320.000.- (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)

Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til þess að aflýsa námskeiðinu ef þátttaka er dræm.