Veikindatilkynningar

Tímabundið frávik frá skólasóknarreglum á tímum Covid-19

Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við hvetjum nemendur til að koma ekki veikir í skólann og á meðan Covid-ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga sem þýðir að nemandinn tekur ekki á sig fyrsta veikindadag eins og er í venjulegum veikindareglum. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) kemur á móti.

Almennar reglur varðandi veikindi

  • Ætlast er til þess að nemendur geri kennurum sínum grein fyrir veikindum og öðrum fjarvistum þegar þeir mæta næst í tíma.
  • Veikindi þarf að skrá strax sama morgun í Innu. Ekki er hægt að skrá veikindi aftur í tímann.
    • Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára skrá veikindi í INNU.
  • Nemandi tekur á sig fjarvistir fyrir fyrsta dag veikinda.
  • Ef veikindi vara lengur en einn dag geta nemendur skilað læknisvottorði til skrifstofu skólans og er þá tekið tillit til þessa þegar ástundun er skoðuð á vörðuskilum.
    • Ef læknisvottorði er skilað á skrifstofu þá þarf það að gerast innan fimm skóladaga eftir að veikindum lýkur.
  • Athugið: Í COVID-19 er tekið tillit til allra veikindadaga þegar skólasókn er skoðuð á vörðuskilum.
  • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 7 skóladaga ber nemanda að gera námsráðgjafa grein fyrir aðstæðum sínum.

 

Leiðbeiningar - veikindaskráning aðstandanda nemenda undir 18 ára aldri á Innu

Hvernig skrái ég veikindi í gegnum tölvu - Myndband

Hvernig skrái ég veikindi í gegnum snjalltæki, t.d. síma - Myndband

Starfsmaður skólans þarf að samþykkja veikindaskráningu í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar veikindaskráning er á staðfest þá sendist póstur á þann sem átti færsluna.

Þegar veikindatilkynning er samþykkt þá skráist það í viðveruskráningu með kóðanum V.