Bókasafnsreglur VA

Á bókasafninu gilda almennar skólareglur skólans.

Sérstakar reglur bókasafnsins eru:

1. Útlánstími bóka er einn mánuður.
2. Þegar bók er skilað er hún sett í körfu á borð safnsins.
3. Bækur sem merktar eru með rauðum punkti (handbækur og orðabækur) eru ekki til útláns.
4. Nemendur skulu ganga hljóðlega og snyrtilega um á bókasafninu.
5. Notkun farsíma (GSM) er óheimil á safninu.
6. Bannað er að borða og drekka á safninu.
7. Bókasafnið er jafnframt lesstofa skólans og eru nemendur hvattir til að nota tímann vel og læra í eyðum sem eru í stundatöflu.