Vélvirkjun
Nám í málm- og véltæknigreinum er sambland af verk- og bóknámi sem miðar að því að búa nemandann undir líf og störf í nútíma lýðræðissamfélagi þar sem reynir á gagnrýna hugsun og upplýsingaöflun auk virkrar þátttöku í mótun þess samfélags sem nemandinn er hluti af. Markmið náms í vélvirkjun er að að gera nemandann færan um að uppfylla hæfnikröfur sem gerðar eru til vélvirkja en þeir fást m.a. við uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði t.d. í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nám á brautinni er 212 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Námstími er 2 ár í skóla (að loknu grunnnámi) auk 52 vikna starfsþjálfunar. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Nánari brautarlýsing
Skipulag eftir önnum - vélvirkjun
* Gert er ráð fyrir að nemandi taki starfsnámið á 5. og 6. önn
Birt með fyrirvara um villur og breytingar