Einkunnastigi skólans

 

Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1 – 10. Í einstaka áfanga eru gefnar einkunnirnar S (staðist), L (lokið) og F (fall). Einkunnina H (hættur) fá þeir sem hafa hætt í áfanga. Einkunnin M (metið) kemur stundum fyrir hjá þeim nemendum sem hafa fangið nám metið úr öðrum skólum, af námskeiðum og þess háttar.

Einkunn

 

1

0 – 14 % námsmarkmiða náð

 

2

15 – 24 % námsmarkmiða náð

 

3

25 – 34 % námsmarkmiða náð

 

4

35 – 44 % námsmarkmiða náð

 

5

45 – 54 % námsmarkmiða náð

 

6

55 – 64 % námsmarkmiða náð

 

7

65 – 74 % námsmarkmiða náð

 

8

75 – 84 % námsmarkmiða náð

 

9

85 – 94 % námsmarkmiða náð

 

10

95 – 100 % námsmarkmiða náð

 

M

Metið

 

S

Staðið án einkunnar

 

Nemanda er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Ekki er heimilt að hafa fleiri en tvær slíkar einkunnir á lokaprófsskírteini. Þessir áfangar gefa ekki einingar og verður nemandi því að afla annarra eininga í stað þeirra.