Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er vert að minnast á það að framundan er afmælisár Verkmenntaskóla Austurlands, sem fagnar 40 ára afmæli, en skólinn var formlega stofnaður þann 1. janúar árið 1986 þegar öll sveitarfélög á Austurlandi hófu þátttöku ...
Í dag, mánudaginn 5. janúar, hefur lið VA þátttöku í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu Betur. Þar mætum við liði Menntaskólans við Sund í beinni útsendingu á ruv.is og hefst útsendingin kl. 18:50.
Lið VA skipa þau Jóhanna Dagrún Daðadóttir, ...
Stundaskrár og upphaf vorannar
Opnað verður fyrir stundaskrár í Innu mánudaginn 22. desember.
Dagskólinn hefst þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Sama dag kl. 13:25 mæta allir nemendur á fund í matsalnum. Á fundinum verður farið yfir nýjar skólasóknarreglur. Kennsla í fjarnámi hefst sama dag. Vinnustofur í dagskóla hefjast miðvikudaginn 7. janúar.