Stúdentsbrautir

Félagsvísindabraut

Námi á félagsvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í kjarnagreinum og félagsvísindum. Áhersla er lögð á sérgreinar brautarinnar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og uppeldisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er hún góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, menntavísindum, íslensku og sögu. 

Náttúruvísindabraut 

Námi á náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í kjarnagreinum og náttúruvísindum. Áhersla er lögð á stærðfræði og sérgreinar brautarinnar s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Nýsköpunar- og tæknibraut - ekki í boði skólaárið 2021-2022

Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun. Í námi sínu tileinka nemendur sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér verkleg, skapandi og listræn vinnubrögð. Meðal kennslugreina á brautinni eru auk bóklegra greina frumkvöðlafræði, stafræn smiðja (fablab), nýsköpun, forritun, vefmiðlun, rafmagns-, málm- og trésmíðaáfangar. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.

Opin stúdentsbraut

Á opinni stúdentsbraut  er lögð áhersla á gott almennt nám og þekkingu. Nemendur taka 105 eininga kjarna. Þeir velja síðan 95  einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum, verklegum og eða listgreinaáföngum.