Þjónustubraut – leikskólaliði (LSL) – 120 f-einingar
Námsbraut fyrir leikskólaliða er ætlað að veita leiðbeinendum sem starfa við hlið og undir stjórn leikskólakennara starfstengda menntun. Brautin er góður undirbúningur fyrir þá nemendur framhaldsskóla sem stefna á kennaramenntun á háskólastigi.
Starf leikskólaliða snýst um umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samræmi við markmið aðalnámskrár fyrir leikskóla og einstakar skólanámskrár. Þeir taka þátt í daglegu starfi leikskóla og sinna fjölbreyttum verkefnum við að leiðbeina börnum við leik og störf og sinna daglegri umgengni og umsjón með leik- og vinnusvæðum, tækjum og búnaði.
Til þess að geta hafið nám á leikskólaliðabraut þurfa nemendur að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri. Í stærðfræði, íslensku og ensku skulu nemendur hafa hlotið einkunnina C eða hærri.
Þjónustubraut – leikskólaliði er kennd í fjarnámi.
Nánari brautarlýsing
Kjarni
Sérgreinar
Bundið val
Nemendur velja 10 f-einingar af 15.
|
|
|
F-EIN |
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta |
FSFÞ |
1FF05 |
5 |
Félagsfræði |
FÉLA |
1AL05 |
5 |
Heilsuefling |
HLSE |
1ÍÞ05 |
5 |
