Endurtektarpróf

Ef fall í einum áfanga á lokaönn kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast á hann upptökurétt í þeim áfanga.

Nemandinn öðlast ekki þennan rétt fyrr en ljóst er að hann hafi náð fullnægjandi árangri í öðrum áföngum á lokaönn.

  • Upptaka í lokaprófsáfanga: Nemandi þreytir próf úr öllu námsefni annarinnar.
  • Upptaka í símatsáfanga: Fyrirkomulag upptöku er unnið í samráði við kennara áfangans.
  • Upptaka í lokaverkefnisáfanga: Nemandi fær tækifæri til að endurbæta lokaverkefni áfangans.

 

Uppfært 8. júní 2021